Mannlegi þátturinn

Skynjun og skynörvun, heimilisbókhaldið og Valgerður biskupsfrú

Við leitumst við stunda líkamsrækt og hreyfingu til halda líkamanum við, halda vöðvunum við, en skynfærin geta gleymst. Við fræddumst í dag um skynjun og skynfærin okkar. Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, stendur fyrir námskeiðinu Skynjun og skynörvun - leiðir betri líðan notenda öldrunarþjónustu þar sem hún kennir leiðir til halda skynfærunum við. Berglind fjallar um leiðir til þess flétta örvun fyrir skynfærin inn í daglegar athafnir. Berglind var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir það hvernig við getum örvað skynjun okkar og skynfærin.

Georg Lúðvíksson er sérfræðingur í heimilisfjármálum og stofnandi Meniga sem sérhæfir sig í persónulegum fjármálum. Georg hefur haldið ógrynni námskeiða um mikilvægi þess hafa fjármálin á hreinu og fjallað um heimilisbókhald, hvernig hægt er halda eyðslunni í skefjum, borgað niður skuldir, hvernig lán á taka osfrv. Við heyrðum í Georgi í dag, þegar heimilisbókhaldið hefur sjaldan skipt meira máli, enda hefur allt hækkað og vextir eru háir.

Þegar Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú (1771-1856) var borin til grafar voru þau orð látin falla hún hefði verið í „öllu tilliti merkiskona“. Hún safnaði miklum auði, stóð í viðskiptum og var ein ríkasta kona Íslands á sínum tíma. Halldóra Kristinsdóttir starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns sagði okkur nánar frá lífshlaupi Valgerðar í þættinum.

Tónlistin í þættinum

Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)

Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson)

Let’s keep dancing / Emilíana Torrini (Emillíana Torrini og Simon Byrt)

Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Atli Bollason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,