Mannlegi þátturinn

Vegur að heiman, vinkill um kefír og Halldór Armand lesandi vikunnar

Í kvöld verður fyrsti þátturinn á dagskrá sjónvarps í þáttaröðinni Vegur heiman. Þetta eru þættir þar sem skoðað er, af hverju fólk flytur, í gegnum 24 sögur í sex þáttum. Þá erum við ekki tala um flytja úr einu húsi í annað heldur þegar fólk skiptir um félagslegt umhverfi, s.s. búferlaflutningar, eins og á milli landa og landshorna. Í hverjum þætti er ein saga skoðuð tvisvar, fyrir og eftir flutning. Þá er líka talað við nokkra sérfræðinga og fjölda fólks í örviðtölum í hverjum þætti. Halla Ólafsdóttir er umsjónarmaður þáttana og hún kom í þáttinn í dag.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn fjallaði hann um afleiðingar breytinga á fjölskyldumynstri, en líka um fyrirbærið kefír, en samkvæmt pistlahöfundi er þar um ræða bragðgóðan mjólkurdrykk, sem mannkynið hefur notið í 3700 ár, ef eitthvað er marka fornleifafræðina. Ævintýraleg saga af kefíráhuga Blandov bræðranna rússnesku og samstarfskonu þeirra, Irinu Sakharovu, rak síðan lestina í vinkli dagsins.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, en bókin hans Mikilvægt rusl er nýútkomin. En við fengum auðvitað vita hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Halldór talaði um eftirfarandi bækur:

Lessons in Chemistry e. Bonnie Garmus

Keisararnir 12 e. Súetóníus

Truflunin e. Steinar Braga

Broken Money e. Lyn Alden

Andrés blöðin, Lukku Láki og Tinni

Góði dátinn Sveijk e. Hasek

og svo rithöfundurinn Don DeLillo

Tónlist í þættinum:

Við höfum það gott / B.G. og Ingibjörg (Baldur Geirmundsson og Ingibjörg G. Guðmundsdóttir)

Vegurinn heim / Markéta Irglová (Magnús Eiríksson) Sérstaklega gert fyrir þættina hennar Höllu Ólafsdóttur.

Three Little Birds / Bob Marley (Bob Marley)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,