• 00:06:03Andrés og Erla - Stundin okkar
  • 00:18:58Guðmundur Ármann - Downs heilkennið
  • 00:32:54Sigurður Gísli og Pálina - Grófin geðrækt

Mannlegi þátturinn

Stundin okkar tekur á loft, Downs heilkennið og Grófin og Lausa skrúfan

Stundin okkar er elsti sjónvarpsþáttur landsins en fyrsti þátturinn var sendur út árið 1966. 26 umsjónarmenn hafa séð um þáttinn frá upphafi og 116 þáttaraðir hafa verið sýndar. er komið nýrri þáttarröð og nýjum manneskjum í brúnni og í þetta sinn verður tekið á loft, bókstaflega, því þáttaröðin er tekin upp í nýju sýndarmyndveri RÚV Andrés P. Þorvaldsson Laskowski, sem leikur aðalhlutverkið Loft, og Erla Hrund Halldórsdóttir hugmyndasmiður, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi, komu í þáttinn í dag.

Nýlega var haldið málþing um fóstur- og nýburaskimanir þar sem ræddar voru meðal annars siðfræðileg álitamál við fóstur- og nýburaskimanir, álitamál um tækni, samfélag og félagslegt réttlæti, reynsla af ráðgjöf og þjónustu við foreldra hjá Fósturgreiningardeildinni og fleira. Við fengum Guðmund Ármann Pétursson, formann Félags áhugafólks um Downs heilkennið, til koma og segja okkur frá erindi sínu á málþinginu sem kallaðist Downs heilkennið í nútíð og framtíð.

Grófin geðrækt á Akureyri er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarf á jafningjagrundvelli. Grófin er eina opna geðræktin á Norðurlandi og þar er vettvangur fyrir öll þau sem vilja vinna geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þau eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða og áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum. Verkefnið Lausa skrúfan er valdeflandi nýsköpunarverkefni sem unnið er af notendum Grófarinnar og við fræddumst um það og Grófina þegar Sigurður Gísli Gunnlaugsson, hugmyndasmiður Lausu skrúfunnar og Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Grófarinnar og iðjuþjálfi, komu í þáttinn.

Tónlist í þættinum:

Sigling / Magnús Þór Sigmundsson (Magnús Eiríksson)

Kvöldsigling / Ólafur Þórarinsson (Gísli Helgason og Jón Sigurðsson)

Sigling / Andrea Gylfadóttir (Friðrik Bjarnason og Örn Arnarson)

Sigling / Ásgeir Óskarsson (Ásgeir Óskarsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,