• 00:06:55Elín og Kristín - ADHD málþing fyrir konur
  • 00:27:30Sigríður Pétursdóttir á Heilsuvaktinni

Mannlegi þátturinn

ADHD málþingið Konur - vitund og valdefling og Sigríður Pétursdóttir á Heilsuvaktinni

Málþing ADHD samtakanna, Konur - vitund og valdefling, verður haldið á föstudaginn. Markmið þingsins verður fjalla um ADHD út frá styrkleikum, sjálfsmildi og sigrum. Þar verða fjöldi fyrirlestra um efni sem spurt hefur verið eftir meðal kvenna með ADHD. Við fengum Elínu H. Hinriksdóttur, sérfræðing hjá ADHD Samtökunum, til segja okkur frá því hver efni fyrirlestranna er og Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi kom með henni, en hún verður með fyrirlestur um kynlíf, hvatvísi og heilarugl og hún sagði okkur frá honum og einnig sinni reynslu en hún greindis með ADHD fyrir aðeins tveimur árum í kjölfar þess dóttir hennar fór í gegnum greiningu.

Svo var það heilsuvaktin, sem er komin úr sumarfríi. Helga Arnardóttir talaði í dag við Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing, sem þurfti gera upp við sig hvort hún vildi verða verkjuð til langs tíma og rúmliggjandi vegna liðagigtar og óþols við lyfjagjöf eða umbylta sínu mataræði og lífstíl. Hún valdi seinni kostinn og hefur verið lyfjalaus í fimm ár og aldrei liðið betur. Hún tók út öll gjörunnin matvæli, sykur og gervisykur, mjólkurvörur og hveiti og eldar allt frá grunni. Þótt það flókið á köflum þá segir hún það allt á sig leggjandi til vera verkjalaus og geta stundað daglegt líf. Við heyrðum þeirra spjall á Heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum:

Borgin / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)

Two of Us / The Beatles (Lennon & McCartney)

Frostrósir / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Freymóður Jóhannsson, eða 12.september)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,