Mannlegi þátturinn

Málþing ungra sagnfræðinga, Bleika slaufan og breytingaskeiðið

Næstkomandi laugardag heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni Rannsóknir ungra sagnfræðinga á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld. Þór Martinsson, sagnfræðingur og kynningarfulltrúi Reykjavíkur Akademíunnar, er fundarstjóri á málþinginu, hann kom í þáttinn í dag ásamt Kolbeini Sturlu G. Heiðusyni sagnfræðingi, en hann heldur erindi á málþinginu um eigur vinnuhjúa í Skagafirði um miðja nítjándu öld.

Í ár er 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar fagnað. Slagorðið í ár er „Þú breytir öllu“ og er sjónum beint aðstandendum og þeim þakkað, þeim sem hvorki búast við ætlast til þakkir, fólkinu sem er svo mikilvægt en á það til það gleymast. Athyglinni er beint aðstæðum þeirra, því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna í alvarlegum veikindum en líka þeim áhrifum sem veikindi ástvinar hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu kom til okkar.

Breytingaskeiðið er miklu meira en „bara“ hitakóf. Þetta tímabíl í lífi okkar kvenna, er langt og margar konur eru með margþætt og óþægileg einkenni eins og svefntruflanir, streitu, heilaþoku, minnisleysi, blæðingatruflanir, liðverki, þurrk í slímhúð og þrálátar blöðrubólgur. Fleiri hundruð konur hafa sótt námskeið Þorbjargar Hafsteinsdóttur Konur, hormónar og hollusta. Þorbjörg hefur skrifað margar bækur um samspil mataræðis og heilsu og haldið ótal mörg námskeið hér heima og erlendis. Þorbjörg kom til okkar í dag sagði okkur líka frá mataræði sem gagnast við gigt og bólgum.

Tónlist í þættinum:

Í minni skel Bogomil Font og Salsakommúnan (Sölvi Rögnvaldsson, texti Sæmundur Rögnvaldsson ásamt Sölva)

Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson)

Í gegnum hollt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)

(If paradise is) Half as Nice / Amen Corner (Battisti, Fishman & Mogol)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,