• 00:06:58Theódór og Auðbjörg - öndun og kæling
  • 00:35:40Þráinn Þorvaldsson - Samtökin Sólskinsstundir

Mannlegi þátturinn

Öndunaræfingar og kæling og Samtökin Sólskinsstundir

Theódór Gunnar Smith, matreiðslumaður, sjósundkappi, öndunarleiðbeinandi, „kælari“, setti Íslandsmet í ísbaði í síðustu viku með því vera 45 mínútur og sex sekúndur á kafi í vatni við frostmark. Metið var sett á Akureyri þar sem aðstoðarmenn jusu sífellt krapi niður í baðið til hans til halda því nógu köldu. Við fengum vita hvernig þessi þrekraun fór fram og hvað fer í gegnum hugann á meðan. Það er nauðsynlegt taka það fram ekki er mælst til þess fólk dembi sér í svona mikla kælingu án þess gæta fyllsta öryggis en undirbúningurinn var gríðarlegur og þar skipti öndun mikilu máli og eins verður taka það fram Theódór endaði á bráðamóttökunni þar sem hann fékk hjálp við aftur eðlilegum líkamshita og var skammaður þar fyrir, því illa hefði getað farið. Theódór stendur námskeiðum í öndun á vegum símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt dr. Auðbjörgu Björnsdóttur sem er forstöðumaður kennlsu og upplýsingatæknisviðs H.A. Auðbjörg var í hljóðveri RÚV fyrir norðan með Guðrúnu á meðan Theódór var ásamt Gunnari fyrir sunnan.

Svo kom Þráinn Þorvaldsson í þáttinn. Hann hefur, ásamt öðrum, verið vinna því því stofna Samtökin Sólskinsstundir sem veita fólki sem hefur misst maka félagslegan vettvang til þess hittast, stuðning, sækja menningarviðburði, borða saman, drekka kaffi og ferðast saman innanlands eða jafnvel erlendis. Þráinn sagði okkur frá sinni reynslu, en hann missti eiginkonu sína, Elínu Guðrúnu Óskarsdóttur, fyrir níu mánuðum og hann vill með þessu búa til vettvang fyrir fólk sem hefur reynslu af makamissi hittast, vera félagsskapur og stuðningur. Þráinn benti á netfang sitt, ef fólk hefur áhuga á því taka þátt í stofnun samtakanna: [email protected]

Tónlist í þættinum:

Fallegur dagur / Bubbi (Bubbi Morthens)

Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)

Ljúfa langa sumar / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarsson og Ólafur Gaukur Þórhallsson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,