• 00:07:25Jafningastuðningur á geðsviði - Guðmunda og Nína
  • 00:31:45Veðurspjallið - monsúnvindar og sumarkuldinn

Mannlegi þátturinn

Jafningjastuðningur á geðsviðinu og monsúnvindar og sumarkuldi í veðurspjallinu

Alþjóðleg ráðstefna um geðhvörf stendur yfir í Hörpu og við fjölluðum í dag um nýja nálgun á geðsviði sem er aukið samstarf á milli geðheilbrigðisstarfsfólks og jafningja með eigin reynslu af geðsjúkdómum. Nína Eck, félagsráðgjafi hjá Geðhvarfateymi Landspítala og fyrrum notandi geðheilbrigðisþónustu, kom í þáttinn, en hún hefur tekið þátt í innleiða jafningjastuðning í Geðþjónustu Landspítalans. Með henni kom Guðmunda Arnardóttir, kennari í Bataskóla í Kaupmannahöfn og einn höfunda bókarinnar Geðhvörf fyrir byrjendur. Þær sögðu okkur meira frá jafningjastuðningnum og til dæmis því sem kallað er bjargráð.

Einar Sveinbjörnsson var svo hjá okkur í veðurspjallinu í dag. Í dag fjallaði hann um monsúnvinda, almennt séð en einkum þann þekktasta í Indlandi. Þeir hafa skilað miklum rigningum í sumar, til góðs fyrir uppskeru á þessu svæði þar sem um fjórðungur mannkyns býr, en líka til ills því mannskæð flóð hafa fylgt, síðast í Nepal. Svo talaði Einar aðeins meira um sumarhitann hér á landi, þegar Veðurstofusumrinu er formlega lokið. Það hefur ekki verið kaldara í Reykjavík frá árinu 1992. Svo í lokin fór Einar aðeins yfir langtímahorfurnar þar sem veðurfyrirbærið fyrirstöðuhæð kom við sögu.

Tónlist í þættinum:

Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)

Yo canto, canto por amor / Lissete Hernandez Piqueras (Egill Ólafsson og Lissete Hernandez Piqueras)

Poor Boy / Nick Drake (Nick Drake)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,