Mannlegi þátturinn

Fundur um stöðu ungmenna, Ónæmisgallar og Ullarvika

Fullt var út úr dyrum á foreldrafundi sem fram fór í Safamýri í fyrradag fyrir foreldra barna í hverfum 104, 105 og 108 þar sem kallað var eftir því opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga yrði rýmkaður og starf félagsmiðstöðva eflt ásamt foreldrarölti. Ljóst er foreldrar eru kalla eftir meiri viðbrögðum í skólakerfinu og víðar til sporna gegn vaxandi unglingadrykkju og ofbeldi meðal barna. Til okkar komu Arna Hrönn Aradóttir verkefnastjóri í Norðurmiðstöð Reykjavíkurborgar sem sér einnig um forvarnir og lýðheilsumál í hverfinu og Unnar Þór Bjarnason samfélagslögreglumaður en mikið hefur verið rætt um auka sýnileika þeirra í hverfum borgarinnar.

Hvað er ónæmiskerfi, hvernig myndast það og hvernig ver það okkur gegn sýkingum? Í verslunum og apótekum finna ótal tegundir bætiefna og vítamína sem eiga bæta ónæmiskerfið, er virkar það? Lind félag fólks með ónæmisgalla / meðfæddan mótefnaskort, blæs til námstefnu um ónæmisgalla á mánudaginn en margt bendir til þess ónæmisgallar séu vangreindir hér á landi sem annars staðar en rétt meðferð getur stuðlað heilbrigði og fullri atvinnuþátttöku. Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona og kennari formog Hrefna Jónsdóttir Hjúkrunarfræðungur á göngudeid ónæmisfræða, komu til okkar.

Núna styttist í Ullarvikuna sem fram fer í þriðja sinn og er undirbúin af 30 konum á Suðurlandi í sjálfboðavinnu. Það segja þetta vaxandi viðburður og í ár eru um það bil 20 námskeið í boði og þar af 8 uppseld og örfá pláss laus á önnur. Það stefnir í metaðsókn,aðallega íslendingar en nokkrir hópar koma erlendis frá. Helga Thoroddsen var á línunni.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-09-26

Ríó - Landið fýkur burt.

Franklin, Aretha - Solitude.

Joel, Billy - Piano man.

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,