• 00:06:36Hljóðóþol er taugaröskun
  • 00:21:11Langvinn Covid veikindi - Einkenni og úrræði
  • 00:37:37Efnaskiptavilla - Ráðgjöf

Mannlegi þátturinn

Langvinn Covid einkenni, Hljóðóþol og Efnaskiptavandi

Hópur fólks hér á landi sem hefur glímt við alvarleg og langvinn veikindi eftir COVID kallar eftir vitundarvakningu og úrræðum í íslensku heilbrigðiskerfi. Þessi eftirköst og veikindin hafa gert það verkum fólk er nánast óvinnufært og glímir við margvíslegan heilsubrest á borð við eilífðar flensueinkenni, mæði, slæma hausverki, ógleði, heilaþoku, máttleysi og margt fleira. Þær Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir og Sigríður Elín Ásgeirsdóttir sem báðar hafa verið heilsuhraustar og miklar íþróttakonur segja líf sitt hafa kollvarpast eftir þær greindust með Covid fyrir tveimur árum. Þær komu í þáttinn.

Hljóðóþol er taugaröskun sem lýsir sér í því, upplifum tiltekinna hljóða veldur svo mikilli vanlíðan það truflar allar athafnir daglegs lífs. Mikilvægt er greina börn með hljóðóþol snemma þannig hægt gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir hljóðóþolið trufli nám og félagslegan þroska og það þarf útbúa greiningartól og fræðsluefni fyrir starfólk menntastofnana. Heyrnarhjálp vinnur í undirbúa ráðstefnu um Hljóðóþol og ráðstefnan verður 15.okt. Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar og Hjörtur H Jónsson fv. Formaður,komu í þáttinn.

Fólk sem greinist með efnaskiptavillu eða hvers kyns lífsstíls kvilla sem geta leitt til alvarlegra sjúkdóma geta fengið ráðgjöf um sitt heilsufar, mataræði og lífstíl og leiðrétt það með hjálp tveggja lækna, sem eru reyndar líka hjón en þau stofnuðu nýlega heilsufyrirtækið Sound Health lífstílslækningar í þeim tilgangi veita fólki ráðgjöf um hvernig það getur sjálft gripið í taumana. Þau Kjartan Hrafn Loftsson og Tekla H. Karlsdóttir ræddu um efnaskiptaheilsu og einnig úrræði fyrir langvinn Covid einkenni.

Tónlist í þættinum:

Eyjólfur Kristjánsson - Kiddi greifi.

Thomas, B.J. - Raindrops keep fallin' on my head.

Beatles, The - Blackbird.

Umsjón Helga Arnardóttir og Guðrún Gunnarsdóttir

Frumflutt

24. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,