Mannlegi þátturinn

Leikárið í Tjarnarbíói, kjötsúpuvinkill og Móheiður lesandi vikunnar

Við höfum verið fjalla undanfarna mánudaga um það hvað verður á fjölunum í leik- og sviðslistahúsunum í vetur. Í dag var komið Tjarnarbíói, Snæbjörn Brynjarsson nýráðinn leikhússtjóri þar á kom í þáttinn. Tjarnarbíó hefur verið aðalmiðstöð frjálsu leikhópana hér á höfuðborgarsvæðinu og verður það áfram í vetur með fjölbreytta dagskrá sem Snæbjörn sagði okkur frá henni í þættinum.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði vinkillinn um matargerð sem tekur mið af hnattstöðu Íslands og ekki síður árstíðinni, því verður spjallað um kjötsúpu. Hvers vegna er kjötsúpan mismunandi á milli heimila og landa? allt í kjötsúpugerð, eða verður fara eftir uppskrift? Eru einhver leyndarmál sem gera súpuna betri á sumum heimilum en öðrum?

Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skáld og bóksali. Hún rekur bókabúðina Kanínuholan, sem hefur verið kölluð minnsta bókabúð landsins, en búðin er í bílskúrnum hjá henni. Hún sagði okkur auðvitað frá því hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Móheiður talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Mafalda e. Quino, teiknimyndasögur

Undir grjótvegg e. Svövu Jakobsdóttur

Ariel e. Sylviu Plath (sem Móheiður hefur verið þýða)

Óseldar bækur bóksala e. Shaun Bythell.

Things You May Find Hidden in My Ear e. Mosab Abu Toha

Og svo talaði hún um bækurnar Mémoire d’une Jeune Fille Rangée / Mémoirs of a Dutiful Daughter og La Femme Rompue / A Woman Destroyed e. Simone de Beauvoir

Tónlist í þættinum:

Komdu í kvöld / Ragnar Bjarnason (Jón Sigurðsson)

Allar mínar götur / Ragnar Bjarnason (Haraldur Reynisson)

Barn / Ragnar Bjarnason (Ragnar Bjarnason, ljóð Steinn Steinarr)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,