Mannlegi þátturinn

Áráttu- og þráhyggjuröskun, Bergrisar og Heimsforeldrar

Við töluðum í dag við Brynjar Halldórsson, klínískan sálfræðing sem er dósent við Háskólann í Reykjavík og sinnir klínísku starfi við geðsvið Landspítalans. Hann fræddi okkur um áráttu- og þráhyggjuröskun. Við töluðum við hann til dæmis um mýturnar tengdar þessu, hverjar eru birtingamyndirnar, hver eru áhrif þeirra, hvað er hægt gera og af hverju það skiptir máli hjálp við þeim.

Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri hjá Berginu Headspace, kom svo til okkar í dag. Í Berginu er boðið upp á frí viðtöl fyrir öll ungmenni á aldrinum 12-25 ára. Þau geta komið í ráðgjöf eins oft og þau þurfa og ráðgjafarnir eru fagmenntað fólk með fjölbreytta reynslu af störfum með ungu fólki. Bergið er 6 ára og hefur veitt þjónustu í 5 ár og eru safna Bergrisum, sem styðja við starfið með föstum mánaðargreiðslum. Eva Rós sagði okkur frekar frá starfseminni og Bergrisunum í þættinum.

Svo er það herferðin „Búðu til pláss“ sem UNICEF á Íslandi hleypti af stokkunum í vikunni í tilefni 20 ára afmælis samtakanna á Íslandi. Þar er verið leita heimsforeldrum. Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF og rithöfundur, sem hlaut á dögunum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, kom í þáttinn ásamt Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.

Tónlist í þættinum:

While You Were Sleeping / Laufey (Laufey Lín Bing Jónsdóttir og Stewart Spencer)

Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Younger than springtime / Les Baxter (Les Baxter)

Gefðu þeim pláss / Dísa og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,