Við héldum áfram yfirferð okkar um hvað verður á fjölunum í leik- og sviðslistahúsum landsins. Í dag var komið að Borgarleikhúsinu og til okkar kom Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri. Hún sagði okkur allt um það sem þar mun fara fram þennan leikveturinn.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn fjallaði vinkillinn um gildi þess að hugsa frekar fallega en ekki til samferðafólksins og hvernig það getur mögulega haft áhrif til hins betra á samskipti manna í millum, jafnvel heilu samfélögin. Þá var fjallað um áhrif kurteisi í samskiptum og gildi þess að segja það sem maður meinar og að meina það sem maður segir.
Svo var í lokin lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Sunneva Thomsen, en hún starfar við kvikmyndagerð auk þess að vera í listnámi. Hún ætlar að segja okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sunneva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dune e. Frank Herbert
In the Dream House e. Carmen Maria Machado
Boulder e. Eva Baltasar
Ein til frásagnar e. Immaculee Ilibagiza
Jane Eyre e. Charlotte Bronte
Tónlist í þættinum:
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Óskaland / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson og magnús Tryggvason Eliassen)
Vængir / Hörður Torfason (Hörður Torfason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON