Mannlegi þátturinn

Fjármál við starfslok, drengir í sjávarháska og Haustgildi á Stokkseyri

Við lok starfsferils er mikilvægt undirbúa sig fyrir þær breytingar sem verða eftir störfum lýkur. Með aukinni þekkingu er fengin betri yfirsýn og auðveldara verður aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Við fengum Lilju Lind Pálsdóttur, viðskipta- og hagfræðing, til þess fara aðeins yfir þetta með okkur í dag, en hún þekkir vel til lífeyrismála og hefur verið með ráðgjöf og fræðslu til fjölda ára. Hún heldur námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, Á tímamótum - fjármál við starfslok og Lilja fór betur yfir þessi mikilvægu mál með okkur í dag.

Mannlegi þátturinn er tíu ára um þessar mundir og við höfum verið rifja upp efni frá fyrstu dögum þáttarins. Til dæmis viðtal við Ara Ólafsson eðlisfræðing sem komst í hann krappan, ásamt fjórum vinum sínum, allt saman ungir drengir, þegar þeir fóru í ævintýralegan róður á Kópavoginum. Þeir voru aldrinum 12-14 ára og höfðu nokkrum sinnum farið í lystisiglingar á voginum, en í þetta skiptið reið alda yfir og bátnum hvolfdi. Við rifjuðum upp atburðinn með einum þessara drengja, Ara Ólafssyni eðlisfræðingi.

Uppskeruhátíðin Haustgildi, menning er matarkista, verður haldin í fjórða sinn á Stokkseyri um næstu helgi. Á sama tíma verður haldið upp tíu ára afmæli Bókabæjanna austanfjalls. Haustgildi er uppskeruhátíð í víðri merkingu sem fagnar hausti og uppskeru með það markmiði tvinna saman menningarviðburði og markað í fjölskylduvæna upplifun við ströndina. Við ræddum í dag við Pétur Guðmundsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar.

Tónlist í þættinum:

Afi / Björk Guðmundsdóttir og Björgvin Gíslason (Björgvin Gíslason, texti Bjartmar Guðlaugsson)

Hún hring minn ber / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (erlent lag, texti Baldur Pálmason)

Capri Catarina / Haukur Morthens og hljómsveit Jörn Grauengard (Jón Jónsson, texti Davíð Stefánsson)

Ég er á leiðinni / Brunaliðið (Magnús Eiríksson)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,