Mannlegi þátturinn

Leikárið fyrir norðan, vinkill um eyjar og Birgitta Björg lesandinn

Mannlegi þátturinn fór í dag aftur í loftið og við höfum undanfarin haust farið yfir það sem leik- og sviðslistahúsin eru með á döfinni í vetur. Við byrjuðum norður á Akureyri, þar er nýtekinn við starfi leikhússtjóra Bergur Þór Ingólfsson. Hann var í beinni útsendingu frá hljóðveri RÚV fyrir norðan og sagði okkur frá því sem verður á fjölunum á Akureyri í vetur.

Svo fengum við fyrsta vinkil haustsins frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Vinkill dagsins fjallar um búsetu manna og hvað það er sem ræður því við setjumst á sumum stöðum en ekki öðrum, til dæmis hvers vegna enn er blómleg byggð í Vestmannaeyjum en ekki á eyjunni St. Kildu úti fyrir Suðureyjum Skotlands, sem þó fóstraði mannabyggðir í tvöþúsund ár.

Svo var það lesandi vikunnar, við héldum sem sagt áfram áhugaverða einstaklinga í Mannlega þáttinn á mánudögum til þess deila með okkur bókum og höfundum sem þau hafa verið lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á í gegnum tíðina. Lesandi vikunnar í dag var Birgitta Björg Guðmarsdóttir, rithöfundur og tónlistarkona, en hún hefur lokið við sína aðra bók sem kemur út síðar í haust. Birgitta sagði okkur frá nýju bókinni og því sem hún hefur verið lesa. Hún talaði um eftirfarandi bækur:

Prophet Song e. Paul Lynch

Heaven e. Mieko Kawakami

Orlandó e. Virginíu Woolf

The Argonauts eftir Maggie Nelson

God bless you Mr. Rosewater e. Kurt Vonnegut

Milkman e. Anna Burns

Tónlist í þættinum:

Lífið er lotterí / Þrjú á palli (erlent þjóðlag, texti Jónas Árnason)

Snögglega Baldur / Kristinn Óli Haraldsson og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir (Alan Menken, Howard Ashman, texti Magnús Þór Jónsson)

Blúndustelpa / Ólafur Kram (Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Ólafur Kram)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,