• 00:06:36Blind af streitu-Anna María Hjálmarsdóttir
  • 00:31:40Nýtt forrit í kvikmyndabransanum

Mannlegi þátturinn

Varð blind af streitu, nýtt íslenskt forrit slær í gegn í kvikmyndabransanum

Anna María Hjálmarsdóttir varð skyndilega blind á öðru auga fyrir umþaðbil ári síðan, án þess nokkur skýring fyndist og hún var send í sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hún undirgekkst ótal rannsóknir í kjölfarið. Í nóvember missti hún svo sjónina á hinu auganu og varð því alveg blind. Eftir margar rannsóknir og tilgátur lækna, varð það helst ofan á líklega hafi langvarandi streita valdið blindunni. Við heyrðum sögu Önnu Maríu.

Íslenska framleiðslufyrirtækið Polarama er um þessar mundir kynna nýja hugbúnaðarlausn á markað sem hjálpar framleiðslufyrirtækjum um allan heim finna myndræna og ævintýralega tökustaði fyrir kvikmyndir og auglýsingar, hér á landi og erlendis. Forritið ber heitið MASSIF og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefur verið í þróun um allnokkurt skeið. Þá heyrðum við einnig af spennandi kvikmyndaverkefnum sem Polarama er framleiða í samvinnu við erlenda framleiðendur og eitt þeirra er byggt á bókinni REFURINN eftir Sólveigu Pálsdóttur glæpasagnahöfund.

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,