• 00:06:02Jakob Frímann - föstudagsgestur
  • 00:24:22Jakob Frímann - seinni hluti
  • 00:40:14Matarspjall - pönnukökur

Mannlegi þátturinn

Jakob Frímann föstudagsgestur og pönnsuspjall

Föstudagsgesturinn okkar þessu sinni er tónlistarmaðurinn og þingmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður með meiru. Jakob stígur fram á Listahátíð í Reykjavík hinn 8. júní næstkomandi. Þá verður flutt hið dularfulla og splunkunýja spádómsverk Future Forecast af hljómsveitinni Jack Magnet Science sem skipuð er einvalaliði tónlistarmanna. Auk alls sem hann hefur gert í tónlistinni hefur hann gert margt á sviði menningarmála, verið menningarfulltrúi sendiráðs Íslands í London og menningarráðunautur utanríkisráðuneytisins, miðborgarstjóri Reykjavíkur og margt fleira. Við fáum Jakob til fara með okkur aftur í æskuárin, á Akureyri og í Hlíðunum. Við stiklum svo á stóru með honum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu meðal annars í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Los Angeles.

Í matarspjallinu í dag kemur Sigurlaug Margrét eins og venjulega til okkar og við ætlum tala um pönnukökubakstur. Við veltum fyrir okkur hvernig er best komast hjá því pönnukökurnar festist við pönnuna. Hvað er best setja á pönnukökurnar, hvað er best bera fram með þeim og svo framvegis. Pönnsuspjall!

Tónlist í þættinum í dag:

Hvílík þjóð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

Old Jack Magnet / Jack Magnet (Jakob Frímann Magnússon og John Lang)

Extra Polation / Jack Magnet Science (Jack Magnet Science)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,