• 00:06:27Erla Axels - myndlist við Selvatn
  • 00:25:59Vinkill nr. 88 frá Guðjóni Helga Ólafssyni
  • 00:39:19Rósa Guðný - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Erla Axels við Selvatn, vinkill og Rósa Guðný lesandinn

Selvatn, í Miðdalslandi í Mosfellsbæ, er sennilega ekki þekktasta vatn Höfuðborgarsvæðisins en þar eru þó nokkuð mörg sumarhús og þar er myndlistarkonan Erla Axels með vinnustofu í Listaseli með góðu útsýni bæði yfir vatnið og Miðdalsheiðina. Erla opnaði sýningu í þessu fallega umhverfi um síðustu helgi og aflvaki myndanna er upplifanir og minningar úr náttúrunni við Selvatn. Verkin vann hún síðastliðinn tvö ár og stendur sýningin í stuttan tíma, eða til 9.júní. Við heimsóttum Erlu Axels í Listaselinu við Selvatn.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Vinkill dagsins er borinn við forsetakosningar, sjómannadag og sjóhunda. Minnst er á afleitar veðurhorfur á Íslandi og líka fjallað um fellibylinn Remal sem herjaði á Bangladesh fyrir skömmu en þjóðsögur þaðan eru mjög áhugaverðar og við fengum stuttan úrdrátt úr einni slíkri.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Rósa Guðný Arnardóttir, háskólanemi og crossfit þjálfari. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rósa talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Recursion eftir Blake Crouch,

Dune e. Frank Herbert

Utopia for Realists e. Rutger Bregman

Eclipse e. Stephanie Meyer

Tónlist í þættinum í dag:

Fram í heiðanna / GÓSS (Daniel E. Kelly, texti Friðrik A. Friðriksson)

Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)

Lífsgleði / Pónik (Jean & Vanguard, texti Þorvaldur Halldórsson og Erlendur Svavarsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,