Mannlegi þátturinn

Grindvíkingar heiðursgestir á Sjómannadaginn, vinkill og Sigríður lesandinn

Sjómannadagurinn, hátíðisdagur allra sjómanna, verður næsta sunnudag, 2. júní. Aríel Pétursson, formaður sjómannadagsráðs, og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar komu í þáttinn í dag, en Sjóarinn síkáti, hátíð Grindvíkinga, verður sem sagt haldinn í Reykjavík og Grindvíkingar verða sérstakir heiðursgestir í ár. Við fengum þá til segja okkur frá hátíðinni í ár og hvernig þetta mun allt saman fara fram. Það verður auðvitað fjölbreytt dagskrá, leikir, tónleikar og margt fleira á hafnarsvæðinu á Grandanum.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og vinkill dagsins var borinn moldviðrinu sem þyrlaðist upp í Flóanum í vikunni. Í ljósi þess þá skoðaði Guðjón jarðrækt almennt í sögulegu en yfirborðslegu samhengi og velti svolítið fyrir sér hvernig þúfur myndast og hvaða þýðingu þær hafa fyrir hann og kannski einhver fleiri.

Svo lokum var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari, danshöfundur og hún er einnig þekkt meðal annars fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk. Það opnaði sýning eftir hana, Eldblóm, í Hönnunarsafni Íslands fyrir helgi sem við fengum hana til segja okkur frá, en auðvitað sagði hún okkur aðallega frá því hvað hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður Soffía sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum:

Milk and Honey e. Rupi Kaur

Hold on to your Kids e. Gabor Mate

Jelli e. Bompas & Parr

At Work e. Piet Oudolf

Veröld sem var e. Stefan Zweig

Tónlist í þættinum í dag:

Vorblik / Pálmi og Dísa (Pálmi Sigurhjartarson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir)

Sjóarinn síkáti / Jón Fanndal (Jón Fanndal Bjarnþórsson)

Sölvi Helgason / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,