• 00:05:03Hallgrímur Ólafsson - föstudagsgestur
  • 00:21:22Hallgrímur Ólafss. - seinni hluti
  • 00:37:49Matarspjallið með Halla melló

Mannlegi þátturinn

Hallgrímur Ólafsson föstudagsgestur og leynigestur í matarspjallinu

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli melló eins og hann er oft kallaður. Hann er fæddur og uppalinn á Akranesi, hann starfaði meðal annars á Akraborginni og fór á sjóinn með pabba sínum. Hann byrjaði ungur spila tónlist og syngja, fluttist um tvítugt til Reykjavíkur, fór í Leiklistarskólann, þar sem hann tengdi misvel við það sem þar var kennt og hefur svo meira og minna verið leika í leikhúsunum frá því hann útskrifaðist. Við fórum með Hallgrími á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Og svo sat Hallgrímur óvænt áfram með okkur og Sigurlaugu Margréti í matarspjallinu. Þar talaði hann um sinn uppáhaldsmat, purusteik, kjötfars, saltfisk og fleira.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Arnardóttir

Þættir

,