Mannlegi þátturinn

Gengur til styrktar Píeta, Garðyrkjuskólinn á Reykjum og Heilsuvaktin

Bergur Vilhjálmsson starfar sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins. Hann er fara í gang með styrktarverkefni fyrir Pieta samtökin. Hann ætlar ganga frá Akranesi, í gegnum Hvalfjörðinn og í Grafarholtið og draga á eftir sér þyngdan sleða eða ýta honum á undan sér. Sleðin er rúm 100 kíló og 100 kíló af lóðum verða á sleðanum og eftir hverja 10 km. mun hann létta af sleðanum 10 kílóum. Þau kíló tákna hann á réttri leið vinna úr erfiðleikum. Sleðinn táknar erfiðleika sem við erum flest burðast með í gegnum lífið en það eru til hlutir/verkfæri sem geta gert þessa byrði léttari. Bergur sagði okkur frá aðdraganda göngunnar og svo göngunni sjálfri sem hann hefur á fimmtudaginn kl.14.

Sumardagurinn fyrsti er núna á fimmtudaginn og þá verður venju opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Gróðurinn blómstrar í garðskálanum og gróðurhúsunum og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin. Hægt verður skoða skoða verkefni nemenda, forseti Íslands veitir garðyrkjuverðlaun ársins, boðið verður upp á kaffi ræktað á Íslandi og fleira. Björgvin Örn Eggertsson, námsbrautarstjóri skógræktar í Garðyrkjuskólanum, kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu í dag.

Hvernig getum við komið meira af grænmeti og ávöxtum inn í fæðið okkar? Nýjustu næringarráðleggingar frá Norðurlöndunum mæla með við borðum um 500-800 grömm af því daglega til halda góðri heilsu. Draga ætti úr kjötáti og unnum kjötvörum og auka neyslu á fiski, baunum ásamt öðru jurtafæði. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands gefur okkur góð ráð um hvernig við breytum gömlum venjum og innleiðum nýjar. Helga Arnardóttir ræddi við Önnu Sigríði í Heilsuvaktinni í dag.

Tónlist í þættinum

Yakketi yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)

Útþrá / Kristjana Arngrímsdóttir (Kristjana Arngrímsdóttir og Elísabet Geirmundsdóttir)

Sumarvísa / Þorgerður Ása og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Poulson og Iðunn Steinsdóttir)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,