• 00:05:02Ólöf og Arna - Líknardeildin 25 ára
  • 00:23:01Vinkill #82 - Guðjón Helgi Ólafsson
  • 00:37:31Heiðar Ingi Svanss. - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Líknardeildin 25 ára, vinkill og Heiðar Ingi lesandinn

Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt gera“. Staðreyndin er líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt gera til bæta líðan og efla lífsgæði. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra og þar starfar þverfaglegur hópur starfsfólks, meðal annars læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfi, sálfræðingur, prestur og sérhæft starfsfólk. Líknardeild Landspítala í Kópavogi átti 25 ára afmæli í síðustu viku og þær komu í þáttinn Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á líknardeildinni og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir og sögðu okkur frá deildinni.

Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni og í dag fjallaði vinkillinn um vorkomuna og örnefnið Fagridalur fékk svolitla umfjöllun, ekki síst á Reykjanesskaga. Höfundur kvæðisins um Tuma sem fór á fætur við fyrsta hanagal og fleiri góðra, Freysteinn Gunnarsson, var fæddur og alinn upp í Flóanum; við heyrðum örlítið af uppvexti hans en héldum næst austur yfir Þjórsá og heimsóttum Bergstein Kristjánsson, samtíðarmann hans og þjóðháttasafnara, fengum eina þjóðsögu frá Jóni Þorkelssyni og enduðum á bjartsýni í lok vinkilsins.

Og svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaútgefenda. Á morgun er alþjóðlegur dagur bókarinnar, og af því tilefni sagði hann okkur frá félaginu og bókaútgáfu á Íslandi. En svo sagði hann okkur auðvitað frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Heiðar Ingi talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Einmana tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar e. Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur.

Gegnumtrekkur e. Einar Lövdahl.

Sápufuglinn e. María Elísabetu Bragadóttur.

Haugalygi e. Sigtrygg Baldursson

Náttúrulögmálin e. Eirík Örn Norðdahl.

og svo um höfundana Indriða Úlfsson, Diddu, Hallgrím Helgason, Tryggva Emilsson og Pedro Gunnlaug Garcia.

Tónlist í þættinum

Á sjó / Þorvaldur Halldórsson og hljómsveit Ingimars Eydal (erl.lag, texti Ólafur Ragnarsson)

Cabayo / Les Baxter

Perfect Day / Lou Reed (Lou Reed)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,