Mannlegi þátturinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir föstudagsgestur og matarspjallið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra var föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins þessu sinni. Hún hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Hún var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði, kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar og síðar við Menntaskólann á Tröllaskaga. Við fræddumst um rætur Bjarkeyjar, æskuslóðirnar og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjall og í dag flettum við í bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin og könnuðum hvað enn læra af bókinni og svo hvað er kannski orðið úrelt.

Tónlist í þættinum

Nei eða / Stjórnin (Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)

Eltu mig uppi / Sálin hans Jóns míns (Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson)

Sóley / Björgvin Halldórsson og Katla María (Gunnar Þórðarson og Sigrún Toby Herman)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

19. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,