Mannlegi þátturinn

Um Skapta Ólafsson, leiðsöguhundar og karlakórar

Jónatan Garðarsson kom til okkar í dag og hélt áfram fræða okkur um íslenskt tónlistarfólk. Í dag sagði hann okkur frá Skapta Ólafssyni söngvara. Hann var með fyrstu rokksöngvurum Íslands og hann söng meðal fyrstur syngja rokk á plötu hérlendis, sjónarmun á undan Erlu Þorsteins. Jónatan fór með okkur yfir feril Skapta, sem söng mörg lög sem urðu gríðarlega vinsæl og skipa sér í dag meðal klassískra dægurlaga, m.a. Allt á floti, sem við heyrðum einmitt á undan viðtalinu.

Í næstu viku er alþjóðlegur dagur leiðsöguhundsins. Á þeim degi mun Blindrafélagið fara af stað með verkefni sem heitir Vinir leiðsöguhunda, þar sem fyrirtæki og stofnanir geta fengið merki í gegnum samfélagsmiðla Blindrafélagsins og flaggað þeim á sínum miðlum og með límmiðum í raunheimum til sýna vel tekið á móti leiðsöguhundum og notendum þeirra. Þorkell Steindal, formaður leiðsöguhundadeildar og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins komu til okkar í dag og sögðu okkur betur frá leiðsöguhundum og þessu nýja verkefni.

Við forvitnðumst um karlakóra í þættinum í dag, en á laugardaginn fara fram þrennir vortónleikar hjá þremur karlakórum í þremur kirkjum. Þetta eru karlakórarnir Söngbræður, Karlakór Kjalnesinga og Karlakórinn Esja, en samanlagt eru um 150 meðlimir í þessum kórum og sumir félagar aka 260 kílómetra á kóræfingar. Við fengum einn fulltrúa úr hverjum af þessum kórum, Gunnar Örn Guðmundsson frá Söngbræðrum, Bjarka Guðmundsson úr Karlakóri Kjalnesinga og Guðfinn Einarsson úr Karlakórnum Esju í viðtal í dag til segja okkur frá starfseminni og stemningunni vera í karlakór.

Tónlist í þættinum

Allt á floti / Skapti Ólafsson (Lionel Bart, Tommy Steele & M. Pratt, texti Björn Bragi Magnússon og Jón Sigurðsson)

Sófasjómaðurinn / Sniglabandið og Skapti Ólafsson (Pálmi J. Sigurhjartarson og Kári Waage)

You’ve Lost That Lovin’ feeling / Righteous Brothers (Barry Mann, Cynthia Weil & Phil Spector)

Undir dalanna sól / Karlakórinn Heimir (Björgvin Þ. Valdimarsson og Hallgrímur Jónsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,