• 00:04:09Heimir Már Pétursson - föstudagsgestur
  • 00:22:22Heimir Már - seinni hluti
  • 00:39:21Matarspjallið - Sigurlaug í Póllandi

Mannlegi þátturinn

Heimir Már föstudagsgestur og matarspjall frá Kraká

Föstudagsgesturinn okkar þessu sinni var Heimir Már Pétursson fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Heimir hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Heimir hefur unnið sem blaðamaður hjá Þjóðviljanum, Bændablaðinu, Helgarblaðinu og Norðurlandi. Hann á einnig tónlistarferil og hefur verið textahöfundur. En við auðvitað förum aftur í tímann með Heimi Má, fáum hann til segja okkur frá æskuslóðunum á Ísafirði, tónlistinni, námsárunum og fleiru á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét var í þetta sinn stödd í Kraká í Póllandi og hún talaði auðvitað um Prins Polo en líka dumplings, snitzel, súrar gúrkur, berlínarbollur og pretzel. Og svo sagði hún frá heimsókn sinni í safnið í Auscwitz.

Tónlist í þættinum:

Þín innsta þrá / B.G. og Ingibjörg (Verard, Rocco Granata, texti Jóhanna Erlings Gissurardóttir)

Democracy / Leonard Cohen (Leonard Cohen & Jeff Fisher)

Tíminn líður / Hnotubrjótar (Heimir Már Pétursson og Þór Eldon)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

5. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,