• 00:05:10Sigríður Margrét Oddsd. - föstudagsgestur
  • 00:22:55Sigríður Margrét - seinni hluti
  • 00:40:25Matarspjallið - pylsur og pulsur

Mannlegi þátturinn

Sigríður Margrét föstudagsgestur og matarspjall um pylsur

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Sigríður Margrét Oddsdóttir, hún er í dag framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, áður var hún meðal annars framkvæmdasjtóri Skjás miðla, forstjóri Já.is og forstjóri Lyfju. Í starfi sínu hefur hún auðvitað staðið í ströngu undanfarið í samningamálum, eins og komið hefur fram í fréttum síðustu mánaða. En við byrjuðum auðvitað á því skyggnast með Sigríði aftur í tímann á æskuslóðirnar á Skagaströnd og í Njarðvík, Verslunarskólanámið, háskólanámið á Akureyri og þannig fórum við með henni á handahlaupum í gegnum tímann til dagsins í dag.

Svo var það matarspjallið. Sigurlaug Margrét, besti vinur bragðlaukanna, kom og við ræddum pylsur. Pylsa er ekki bara pylsa. Það eru til talsvert margar útgáfur af pylsum og þá erum við bara tala um íslenskar útgáfur, auðvitað eru ótal fleiri út um allan heim og sitt sýnist hverjum. Pylsur og pulsur í matarspjalli dagsins.

Tónlist í þættinum:

Núna / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)

Close To Me / The Cure (Robert Smith)

Himnasmiður / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,