Mannlegi þátturinn

Áföll og endurhæfing, Atli Dagur og póstkort frá Magnúsi

Við fræddumst í dag um ráðstefnuna Áföll og endurhæfing sem Félag sjúkraþjálfara stendur fyrir á morgun. Ráðstefnan er þverfagleg og er hugsuð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og annað áhugafólk um endurhæfingu fólks með áfallasögu. Þar verða til dæmis flutt erindi um áhrif áfalla á miðtaugakerfið, heilsufarslegum afleiðingum og bata í kjölfar alvarlegra áfalla, samkenndarþreytu, langtímaafleiðingum áfalla og streitu og fleira. Hrefna Indriðadóttir sjúkraþjálfari kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari en hún heldur erindi um líkamsmiðaða áfallameðferð og birtingamynd flókinna áfalla á ráðstefnunni.

Atli Dagur Sigurðarsson útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2021, en á meðan á náminu stóð vakti hann athygli með nokkrum færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti starfinu og kaupum og kjörum sem væru í engu samræmi við ábyrgðina og einnig vakti hann athygli á það vantar fleiri karlmenn í stéttina. Við töluðum við Atla Dag í þættinum.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í þessu póstkorti segir Magnús frá reynslu sinni af flugstöðvum, en honum finnst þær leiðinlegri, erfiðari og dýrari en áður. Hann segir líka frá vangaveltum sínum um hverjum nýjasta söngstjarna okkar íslendinga, Laufey Lín, líkist tónlistarlega, en henni hefur verið líkt við stórstjörnur jazzins. Magnús er á annarri skoðun. Hann er núna staddur í pólsku borginni Kraká og rifjar upp eina þekktustu þjóðsögu pólverja, en sagan á hafa gerst í borginni og fjallar um græðgi.

Tónlist í þættinum:

Angelía / Vilhjálmur Vilhjálmsson (W. Meisel og Theódór Einarsson)

Everybody’s talkin’ / Harry Nilson (Fred Neil)

Vegbúi / Una Torfad. Og Elín Hall (Kristján Kristjánsson)

Móðir mín / Ingibjörg Þorbergs og hljómsveit Carls Billich (Winkler og Þorsteinn Sveinsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,