• 00:06:54Fanney Ýr - fann móður sína á Sri Lanka
  • 00:32:44Ólafur Wallevik - að lofta rétt út

Mannlegi þátturinn

Fanney fann bóður sína, að lofta rétt út

Við rákum augun í grein á visir.is, afskaplega áhrifaríka og fallega sögu þar sem ung kona, Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir, fann blóðmóður sína í gegnum lygilega atburðarás. Fanney var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands sem ungabarn árið 1985. Fanney ólst upp á Akranesi og býr þar enn ásamt eiginmanni og börnum. Foreldrar hennar töluðu alltaf mjög opið um ættleiðinguna og það var aldrei neitt feimnismál ræða allar þær spurningar sem hún hafði um uppruna sinn og þau voru auki með upplýsingar sem hún mátti skoða, fæðingarvottorð og heilsufarsupplýsingar sem fylgdu með henni í ættleiðingunni. Með aldrinum fóru spurningar og áhugi um fortíð hennar aukast, til dæmis í sambandi við blóðmóður hennar og jafnvel sambandi við hana. Þegar Fanney svo horfði á sjónvarpsþættina Leitin upprunanum í umsjón Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur á Stöð 2 þá kviknaði á einhverju hjá henni sem setti af stað atburðarrásina sem við nefndum í upphafi sem leiddi til þess hún fann blóðmóður sína. Fanney Ýr kom til okkar í dag og sagði okkur sína sögu í þættinum í dag.

Svo kom Ólafur Wallevik, prófessor í iðn- og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík, til okkar og fræddi okkur um það lofta út, en hann segir Íslendingar kunni það ekki jafn vel og margar aðrar þjóðir. Ef það er ekki vel gert þá geti það valdið rakaskemmdum og skaðlegu innilofti. Ólafur fræddi okkur um mikilvægi þess lofta rétt út í þætti dagsins.

Tónlist í þættinum:

Við erum eins / Halli Reynis (Haraldur Reynisson)

Knowing me knowing you/Kristjana Stefánsdóttir (Björn Ulveas og Benny Abba)

Saturday Sun / Nick Drake (Nick Drake)

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,