Mannlegi þátturinn

Fiskiroð og söðlasmíði, Berti Möller og hundavinir

Arndís Jóhannsdóttir lærði söðlasmíði í London og vann við söðlasmíði og í dag hefur hún unnið margs konar vörur, veski, töskur og fleira úr flestum tegundum fiskroðs sem hún hefur sýnt á hátíðum og sýningum víða í Evrópu. Við fræddumst um roð og söðla með Arndísi í dag en hún heldur erindi í kvöld ásamt Katrínu Þorvaldsdóttur, sem hefur unnið lengi með þang og þara, í Sjóminjasafninu í Grandagarði.

Af og til kemur Jónatan Garðarsson í heimsókn til okkar og segir okkur frá gömlum dægurlagaperlum eða flytjendum. Jónatan er eins og uppflettirit í sögu íslenskrar dægurtónlistar og í dag fengum við hann til tala aðeins um Berta Möller. Berti Möller var einn af ástsælustu söngvurum rokkáranna á Íslandi en hann söng með fjölmörgum sveitum á ferli sínum, þekktasta var Lúdó sextett. Bertram Henry Möller, skírður Bertam Henry Mallet, fæddist 1947 í Reykjavík en þar ólst hann upp í Vesturbænum.

Vinaverkefni Rauða krossins eru félagsleg þátttökuverkefni þar sem áherslan er á sporna við félagslegri einangrun og/eða einmanaleika og eitt af þeim er sjálfboðaliðastarfið Hundavinir. Í næstu viku fer fram grunnmat fyrir hunda og nýja sjálfboðaliða í vinaverkefnið en hlutverk hundavina er því fyrst og fremst veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðinn Þórdís Björg Björgvinsdóttir kom í þáttinn í dag ásamt hundinum Nölu.

Tónlist í þættinum:

Ókeypis/ Egill Ólafsson og Finnsk-íslenska vetrarbandalagið (Egill Ólafsson og Matti Kallio)

Sólbrúnir vangar / Berti Möller (Oddgeir Kristjánsson og Ási í bæ)

Pep / Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests (Oliver Guðmundsson og Skapti Sigþórsson)

The Doggie in the window / Patti Page (Bob Merrill)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,