Mannlegi þátturinn

Biðlistar barna, flugfælninámskeið og póstkort frá Magnúsi

Salvör Nordal, Umboðsmaður barna, kom til okkar í dag. Embætti Umboðsmanns barna birti í vikunni upplýsingar um bið barna eftir þjónustu, eins og embættið hefur gert frá því í febrúar 2022, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum með það markmiði varpa ljósi á stöðuna hverju sinni. Upplýsingarnar hafa verið uppfærðar á sex mánaða fresti, til fylgjast með þróuninni. Í stuttu máli hafa niðurstöðurnar sýnt alls staðar mæta börnin biðlistum og í langflestum tilvikum eru biðlistarnir lengjast. Salvör fór með okkur yfir nýjustu stöðuna í þættinum.

Flugfælni er nokkuð sem getur verið afar hamlandi og komið í veg fyrir fólk ferðist með flugvélum, bæði innanlands og til annara landa. Kvíðameðferðarstöðin í samvinnu við Icelandair býður uppá námskeið fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni og virðist gefa góða raun. Í lok námskeiðs er farið með flugi til einhverra af áfangastöðum flugfélagsins, út og heim aftur samdægurs og þáttakendur bera saman bækur sínar eftir á. Ólafía Sigurjónsdóttir sálfræðingur kom til okkar í þáttinn.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkortinu verður sagt frá rysjóttri tíð og fleiri raunum sem hafa dunið yfir Eyjamenn undanförnu. því loknu er stríðið í Úkraínu til umfjöllunar sem og fleiri mál erlendis eins og kosningabaráttan í Bandaríkjunum þar sem söngstjarnan Taylor Swift er komin í brennidepil. Og í lokin talaði Magnús um hið sérkennilega mál Julian Assange sem bíður í fangelsi eftir örlögum sínum sem ráðast á næstunni fyrir breskum dómstól.

Tónlist í þættinum:

Presley / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Grafík, texti Rúnar Þórisson)

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (erlent lag, texti Iðunn Steinsdóttir)

Flugvélar / Nýdönsk (Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Tell me Margarita / Les Baxter (DR & Les Baxter)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,