Mannlegi þátturinn

Ímynd tengdamæðra, vinkill og Nanna Hlín lesandinn

Í dag verður flutt dálítið óvenjulegt erindi í Fræðakaffi á Borgarbókasafninu í Spönginni en yfirskrift þess er Ímynd tengdamæðra og það er þjóðfræðingurinn og skagfirðingurinn Eiríkur Valdimarsson sem mun flytja það. Í fréttatilkynningu segir: Af einhverjum ástæðum eru til ógrynni af bröndurum og skopmyndum þar sem tengdamæður eru gjarnan hafðar háði og spotti. Þetta skemmtiefni byggir á ímynd sem margir hafa heyrt og séð, tengdamæður séu uppáþrengjandi, yfirgangs- og afskiptasamar sumsé býsna erfiðar manneskjur. Eiríkur Valdimarsson keyrði frá Hólmavík til Reykjavíkur og kom í þáttinn til segja okkur frá tengdamæðrum.

Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn lagði hann vinkilinn við hinar ýmsu ástæður þess maður gengur til liðs við allskonar félagasamtök. Hann segir frá samkomu í einum af þeim fjölmörgu félögum sem hann er í, Hið Íslenzka Fyrritíðarfjelag, en samkvæmt Guðjóni er samkoman gríðarlegt tilhlökkunarefni á hverju ári.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur. Við fengum vita hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Nanna talaði um eftirfarandi bækur:

The Expanse, bókasería eftir James S.A. Corey (Daniel Abraham og Ty Franck)

The Book of Goose eftir Yiyun Li

Sick and Tired: An Intimate History of Fatigue eftir Emily K. Abel

Lilith’s Brood eða Xenogenesis, þríleikur (Dawn, Adulthood Rides og Imago) eftir Octaviu Butler

lokum talaði Nanna um bókina Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson

Tónlist í þættinum:

Átján rauðar rósir / Lúdó og Stefán og Berti Möller (Bobby Darin og Iðunn Steinsdóttir)

Kúst og fæjó / Heimilstónar (Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir)

Aska og Gull / Sváfnir Sigurðarson (Sváfnir Sigurðarson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,