Mannlegi þátturinn

Skátahreyfingin, stytting menntaskólanámsins og móðurmálin

Þankadagurinn eða World Thinking Day er í dag og er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Harpa Ósk Valgeirsdóttir Skátahöfðingi Íslands og Kolbrún Ósk Pétursdóttir móttstjóri Landsmóts skáta komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá skátahreyfingunni, þankadeginum og landsmótinu sem verður haldið í sumar í fyrsta skipti í 8 ár en Covid setti strik í reikninginn því mótið er venjulega haldið á fjögurra ára fresti.

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólanámsins haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. Við fengum Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem er ein þeirra sem standa þessari rannsókn til segja okkur frekar frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Í gær var Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn og í tilefni hans er unnið svokallað Menningarmót með 6. bekkingum Hlíðarskóla. Börnin unnu verkefni tengd tungumálum, til dæmis var gerður tungumálaregnbogi þar sem orð á 20 tungumálum koma saman og fleira. Ferlinu lýkur á morgun þar sem foreldrum barnanna verður boðið á Menningarmót í Veröld og sjá það sem börn þeira hafa verið gera. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi tungumálamiðlari í Danmörku og á Íslandi og höfundur Menningarmótsaðferðarinnar og Eyjólfur Már Sigurðsson forstöðumaður Tungumálasmiðstöðvar komu í þáttinn og sögðu frá.

Tónlist í þættinum í dag:

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)

Gamla Húsið / Ellen Kristjánsdóttir (Þorgeir Ástvaldsson og Bjartmar Guðlaugsson)

Mirror Mirror / Pinkerton Assorted Colours (Tony Newman)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,