Mannlegi þátturinn

Ásta og yoga, Bergþóra Árnadóttir, Ásmundur um kvíðaröskun

Ásta Þórarinsdóttir var aðeins 11 ára þegar hún fór í sinn fyrsta yogatíma. Hún er hagfræðingur með master í fjármálafræði og var vinna í Fjármálaeftirlitinu þegar hún ákvað sameina áhuga sinn á rekstri og Yoga og í dag er hún Yogakennari og rekur eigin yogastöð. Við töluðum við Ástu í þættinum í dag.

Bergþóra Árnadóttir, tónlistarkona, söngvaskáld og ein af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi hefði orðið 76 ára í dag ef hún hefði lifað. Jónatan Garðarson kom til okkar í dag og fór með okkur yfir feril Bergþóru.

Við fjölluðum svo um félagskvíða þegar Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðameðferðarstöðinni, kom til okkar og fræddi okkur frekar um þessa kvíðaröskun. Ásmundur segir 10-12% fólks glími við hamlandi félagskvíða en aðeins helmingur þeirra leiti sér aðstoðar og þá oft fimmtán til tuttugu árum eftir kvíðinn er orðinn vandamáli. Ásmundur sagði okkur meira frá þessu í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Dóri kokkur / Pónik (Þorvaldur Halldórsson)

Groovin with Mr. Bloe / Mr. Bloe (Bo Gentry, Kenny Laguna & Paul Naumann)

Lífsbókin / Bergþóra Árnadóttir (Bergþóra Árnadóttir og texti Laufey Jakobsdóttir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,