• 00:04:35Jasmina Vajzovic - Innflytjendur og flóttafólk
  • 00:35:32Magnús R. Einarsson Póstkort

Mannlegi þátturinn

Innflytjendaumræða með Jasminu Vajzovic og póstkort

Jasmina Vajzovic vakti mikla athygli í umræðuþættinum Torgið sem var í beinni útsendingu fyrir rúmri viku hér í Sjónvarpinu. Þar var rætt um hvernig okkur hefur gengið í inngildingu þegar kemur innflytjendum, auk þess sem rædd voru málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks. Jasmina er stjórnmálafræðingur og hefur áralanga reynslu af því vinna í þessum málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks, bæði hjá Reykjavíkurborg og svo rekur hún eigið ráðgjafafyrirtæki. Hún var alin upp í gríðarlega fjölbreyttu fjölmenningarsamfélagi í Bosníu og þegar hún var táningur þurfti fjölskylda hennar flýja heimkynni sín undan stríðsátökum og eftir erfitt ferðalag voru þau stöðvuð á landamærum, þegar þau héldu þau væru komin í örugga höfn en voru send aftur til baka á stríðsátakasvæði, áður en þau á endanum komust til Íslands. Jasmina sagði okkur sína sögu og ræddi við okkur um stöðuna í þessum málefnum af innsýn og reynslu sem fáir hafa.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og það barst frá Vestmannaeyjum þessu sinni. Magnús er kominn heim frá Grænhöfðaeyjum en hugurinn er ennþá þar. Hann segir frá hinni miklu uppbyggingu sem á sér stað á eyjunum, ekki bara vegna vaxtar í ferðaþjónustunni, ekki síður vegna fjárausturs stórveldanna Kína, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sem öll seilast eftir áhrifum á Grænhöfðaeyjum vegna legu eyjanna sem þykir hernaðarlega mikilvæg. Hann segir í lokin frá ungri söngkonu sem varð velja á milli fastrar vinnu eða hugsanlegs frama í tónlistinni.

Tónlist í þættinum í dag:

Í draumum og söng / Ellý Vilhjálms og Raggi Bjarna (Ásta Sveinsdóttir og Magnús Pétursson)

White rabbit / Jefferson Airplane

Við Mánagötu í mýrinni / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,