• 00:04:41Helga Braga Jónsdóttir - föstudagsgestur
  • 00:21:03Helga Braga - seinni hluti
  • 00:38:34Matarspjallið - bolllu- og sprengidagur

Mannlegi þátturinn

Helga Braga föstudagsgestur og bolludags matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Helga Braga Jónsdóttir. Hana þarf auðvitað varla kynna, hún hefur glatt fólkið í landinu með húmor sínum og gamanleik, bæði á sviði, í sjónvarpi og á kvikmyndatjaldinu, í Fóstbræðrum og fjölda Áramótaskaupa svo fátt eitt nefnt, auk þess vera auðvitað líka frábær dramatísk leikkona. Við fórum með henni aftur í tíma, á æskuslóðirnar á Akranesi þar sem hún rifjaði upp fyrstu skrefin á leiksviðinu þar sem hún lék titilhlutverkið í Línu langsokki. Svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í leiklistarskólanu, París og svo leikhúsunum. Svo ræddum við lokum við Helgu um hennar nýjasta hlutverk í gamanmyndinni Fullt hús, sem var frumsýnd var fyrir skemmstu.

Svo var auðvitaða matarspjallið á sínum stað. Eftir helgi eru bolludagurinn og sprengidagurinn, það var því ekki úr vegi ræða þessa daga undir styrkri stjórn Sigurlaugar Margrétar í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)

Kaupakonan hans Gísla í Gröf / Haukur Morthens (erlent lag, texti e. Loftur Guðmundsson)

Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,