Mannlegi þátturinn

Kraftur, K2 námsbrautin og snjóþyngsli

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefur hleypt af stokkunum árlegu átaki sínu, Lífið er núna. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts kom til okkar í dag og sagði okkur frá átakinu og starfsemi Krafts, sem er 25 ára í ár og með henni kom Melrós Eiríksdóttir, en hún sagði okkur erfiða reynslusögu sína en hún greindist 33 ára með 4. stigs leghálskrabbamein. Næsta fimmtudag mun Kraftur standa fyrir því fólk til sín perla armbönd, frá kl. 16-20 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.

K2 Tækni- og vísindabraut Tækniskólans er framsækið þriggja ára stúdentsnám í bekkjakerfi þar sem megináhersla er á verkefnavinnu, lausnaleit og gagnrýna og skapandi hugsun. Það eru 90 nemendur á brautinni og áhersla er lögð á hver og einn nemandi nái árangri og vel haldið utan um þá. Sigríður Halldóra Pálsdóttir brautarstjóri kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessari námsbraut.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjallið í dag. Hann ræddi við okkur um tíðina og spána fram undan og illviðri í Noregi sem tengist þessu öllu saman. Svo rifjaði Einar upp snjóþyngsli úr fortíðinni, nánar tiltekið frá lok janúar árið 1952.

Tónlist í þætti dagsins:

Fallegur dagur / Bubbi Morthens (Bubbi)

Berglind Björk Jónasdóttir / Hvert er heimurinn fara? (Hrafn Pálsson)

The Consequences of Falling / K.D. Lang (Billy Steinberg, Rick Nowels & Marie Claire D'Ubaldo)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,