• 00:05:34Jón Jósep Snæbjörnss. - föstudagsgestur
  • 00:21:15Jónsi - seinni hluti
  • 00:38:36Matarspjall á bóndadaginn

Mannlegi þátturinn

Jónsi föstudagsgestur og matarspjall á bóndadegi

Föstudagsgesturinn okkar í dag var söngvarinn góðkunni Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum. Hann er fæddur 1.júní 1977 og hefur svo sannarlega komið víða við á tónlistarbrautinni. Í dag starfar hann sem viðskiptatengslastjóri hjá Aurbjörgu auk þess vera enn á kafi í tónlistarbransanum. Jónsi rifjaði upp æskuárin á Akureyri, upphaf tónlistarferilsins, trommuleik í kjallaranum, skólagönguna, þríhornið, hljómsveitina Ringulreið, flutninginn til Reykjavíkur, ABBA sýninguna á Broadway, þegar hann keppti fyrir hönd Íslands í Istanbúl í Eurovision og fleira.

Það var matarspjall í dag eins og alltaf á föstudögum. Á bóndadegi var ekki komist hjá því ræða bóndamat, þorramat og fleira með Sigurlaugu Margréti og það voru skiptar skoðanir eins og svo oft áður.

Tónlist í þætti dagsins:

Dag sem dimma nátt / Í svörtum fötum (Magnús Þór Sigmundsson og Stefán Hilmarsson)

Ég labbaði í bæinn / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jóhann Helgason og Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Paradís / Í svörtum fötum (Einar Örn Jónsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,