• 00:05:45Guðmunda Arnard. - Geðhvörf fyrir byrjendur
  • 00:23:31Sigurdís og Kolbrún - hormónameðferð kvenna

Mannlegi þátturinn

Konur og hormónar, Geðhvörf fyrir byrjendur

Við fjölluðum um bókina Geðhvörf fyrir byrjendur sem kom út í dag. Í henni er farið í gegnum greiningu geðhvarfa, líf með geðhvörfum, meðferð og bata. Guðmunda Sirrý Arnardóttir kennari er ein fjögurra höfunda bókarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá bókinni sem hún segir miðli nýjustu þekkingu í bæði læknisfræðilegri og batamiðaðri fræði.

Læknadagar voru haldnir í síðustu viku og þar var víða komið við. Meðal annars var málþing um hormónameðferð kvenna en hormónameðferð er beitt í miklum mæli við tíðahvarfaeinkennum. Slík meðferð getur aukið áhættuna á kvenkrabbameinum þar með talið brjóstakrabbameinum og legbolskrabbameinum. Á málþinginu var leitast við skýra þá áhættu og við fengum þær í spjall, Sigurdísi Haraldsdóttur krabbameinslæknir og yfirlækni á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands og Kolbrúnu Pálsdóttur kvensjúkdómalækni, yfirlækni kvenlækningateymis á Landspítalanum og sérfræðing í krabbameinslækningum kvenna.

Tónlist í þættinum í dag:

Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)

Quiet Nights of Quiet Stars / Henri Mancini og hljómsveit

Rewrite / Paul Simon (Paul Simon)

Frumflutt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,