Mannlegi þátturinn

Fjölmenningardeiglan, jólabókaflóðið og Grænhöfðaeyjar

Við kynntum okkur Fjölmenningardeigluna á vegum Þjóðminjasafnsins í þættinum dag. Þjóðminjasafnið hóf safna upp úr 1960 upplýsingum um siði og venjur, hátíðisdaga og daglegt líf í íslensku samfélagi, en í þetta sinn beina þau sjónum pólskum rótum og daglegu lífi á Íslandi. Safnið óskar eftir frásögnum fólks af pólskum uppruna af íslensku samfélagi, en markmiðið er safna upplýsingum um upplifun einstaklinga innan pólska samfélagsins á Íslandi af veru þeirra hér á landi. Helga Vollertsen, sérfræðingur þjóðhátta hjá Þjóðminjasafninu kom í þáttinn og sagði okkur betur frá þessu.

Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kom til okkar í dag en hann mun gera upp jólabókaflóðið fyrir síðustu jól á bókasafni Kópavogs, nokkuð sem hann hefur gert í mörg ár víða um land. Jón Yngvi kom í þáttinn.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póskortið barst þessu sinni alla leið frá Cabo Verde, eða Grænhöfðaeyjum. Magnús sagði líka frá fyrstu ferð sinni til Portúgal en þar koma við sögu Biskupstungur, Hong Kong, og Evrópukeppnin í fótbolta meðal annars. Núna er hann a Cabo Verde og sagði frá upplifun sinni á þessum sérkennilegu eyjum sem eiga sér dramatíska sögu.

Tónlist í þættinum í dag:

Manstu ekki eftir mér? / Stuðmenn (Ragnhildur Gísladóttir og Þórður Árnason)

Got to get trough another day / Carole King(Carole King)

Nounous et pioupious /The Metropole Orkest stjórnað af Jan Stulen (Roger Roger)

Besame Mucho / Cesária Evora (Consuelo Velasquez)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,