Mannlegi þátturinn

Brot af því besta, jóga, þarmaflóran og upphrópunarmerkið

Við vorum í upprifjunargírnum í dag og rifjuðum upp brot af því besta frá nýliðnu ári úr Mannlega þættinum. Við fengum til dæmis góða gesti í desember sem gáfu góð ráð gegn streitu og ráð um hvernig við getum notið lífsins betur og einfaldað hlutina, sérstaklega í aðdraganda jólanna. Við rifjuðum því upp viðtal við Ástu Arnardóttur jógakennara frá því í desember.

Við heyrðum líka aftur viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur, sem var fyrst í þættinum í nóvember. Birna er rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frum­kvöðull og stofnandi Jörth. Meltingarvegurinn og þarmaflóran hafa verið þungamiðjan í menntun Birnu og rannsóknum hérlendis og erlendis í tæpa tvo áratugi. Hún sagði okkur frá mikilvægi þarmaflórunnar og hvað hefur mest áhrif á hana, t.d. gervisæta af ýmsu tagi og neysla á orkudrykkjum.

Við rifjum svo upp áhugavert viðtal við Önna Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, sem kom til okkar í byrjun nóvember og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. Nú, á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar þá er áhugavert skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna fræddi okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í viðtalinu.

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarsson og Helgi Þór Ingason)

Chavosuite / Kronos Quartet (Ludwig van Beethoven)

Tunglið mitt / Hildur Vala (Jón Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson)

Allur lurkum laminn / Bjarni Arason (Hilmar Oddsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,