• 00:06:00Vilhelm og Kári - jóla- og áramótaminningar
  • 00:33:31Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir - Þríburamynd

Mannlegi þátturinn

Jólaminningar Villa og Kára og Þríburar

Við fengum í dag jóla- og áramótaminningar frá þeim bræðrum Vilhelmi Antoni og Kára Jónssonum. Þeir voru saman í hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum og hafa þar auki brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina, til dæmis í sjónvarpinu. Við fengum skemmtilegar sögur af jólagjöfum, vonbrigðum, jólum í Skotlandi, áramótum, tilraunum með flugelda, misgóðar matarminningar og margt fleira í skemmtilegu spjalli við þá bræður.

Heimildarmyndin Þríburar verður sýnd hér á RÚV á Nýárskvöld. Í henni er meðal annars fylgst með lítilli fjölskyldu sem á von á þríburum, fyrir eru þau þrjú, foreldrarnir og rúmlega ársgamall drengur. Við fáum vera fluga á vegg í lífi fjölskyldunnar sem tekst á við margvíslegar áskoranir og fær óvæntan bónusglaðning í miðri á. Í myndinni er líka skyggnst inn í líf þríbura á öllum aldri og því velt fyrir sér hvernig alast upp sem þríburi. Ragnhildur Steinunn, sem stendur myndinni ásamt Eiríki Inga Böðvarssyni, kom í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Í fjarska loga lítil ljós/200.000 naglbítar (200.000 naglbítar, texti Vilhelm Anton Jónsson)

Walking in the Air / Peter Auty (Howard Blake)

Lítill Fugl / Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Örn Arnarsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,