• 00:04:43Einar Hrafn - vetrarsólstöðuganga Píeta
  • 00:15:06Þórunn Lárusdóttir - jólaminningar
  • 00:35:38Þórunn Lárusdóttir - seinni hluti

Mannlegi þátturinn

Vetrarsólstöðuganga Píeta og jólaminningar með Þórunni Lárusd.

Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins, haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Það eru Pietasamtökin sem standa fyrir göngunni, gengið verður stuttur spölur vitanum við Skarfaklett þar sem minningarstund verður haldin. Hægt verður kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Einnig eru skrifuð skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum og yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur á ástin er eilíf. Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píetasamtakanna var hjá okkur í dag.

Við héldum svo áfram rifja upp jólaminningar með góðu fólki og í dag kom til þess leikkonan Þórunn Lárusdóttir. Hún rifjaði upp eftirminnilega gjöf, jólamatinn, hefðirnar eða kannski frekar tilraunir til láta hefðirnar ekki stjórna öllu í jólahaldinu. Þetta var skemmtilegt jólaspjall við Þórunni í þættinum í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Dansaðu vindur / Eivör Pálsdóttir (Grönvall & Grönvall, texti Kristján Hreinsson)

The Christmas Song / Mel Tormé (Mel Tormé & Robert Wells)

Yfir fannhvíta jörð / Þórunn Lárusdóttir (Miller & Wells, texti Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Wrap Yourself in a Christmas Package / Randy Greer & Ignasi Terraza (Charles Brown)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,