• 00:05:45Jóna Hrönn Bollad. - jólaminningar
  • 00:20:23Þröstur Ólafsson - minningar frá Berlín
  • 00:35:52Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Mannlegi þátturinn

Jólaminningar Jónu Hrannar, Berlín Þrastar og póstkort

Við höfum verið með gesti hjá okkur í desember sem rifja upp áhugaverðar jólaminningar og sögur tengdar jólunum. Í dag var það séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem kom í þáttinn og rifjaði upp með okkur jólin, en hennar jól eru auðvitað sérstök því leyti hún hefur alla ævi verið á prestsheimili og það litar auðvitað hátíðirnar mikið. Hún rifjaði upp afrek móður sinnar, sem hélt um alla strengi í skipulagi, matreiðslu og í raun öllu sem snéri jólahaldi fjölskyldunnar.

Þröstur Ólafsson lærði hagfræði í Berlín snemma á sjöunda áratugnum, þegar múrinn var nýreistur og spennan milli austurs og vesturs í algleymingi. Enn var skuggi yfir þýsku þjóðinni eftir Seinni heimstyrjöldina og framundan voru uppreisnarár æskunnar með ?68 kynslóðina í fararbroddi. Þetta voru merkilegir tímar sem eðlilega höfðu mikil áhrif á Þröst sem átti svo eftir eiga langan starfsferil á sviði menningar, verslunar og stjórnmála. Við fengum Þröst til segja okkur frá tímanum í Berlín, ferðum yfir til austurhluta borgarinnar og fleiru markverðu sem hann skrifar um í nýútkominn bók sinni Horfinn heimur ? Minningaglefsur.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Magnús hefur verið í einum átta mismunandi löndum um jól. Hann segir frá mismunandi jólum erlendis og ber soldið saman við jólahaldið hér. Í framhaldinu talar hann um leitina æskulindinni, lífselexírnum, leit sem hefur staðið í þúsaldaraðir en aldrei eins vísindalega og tæknilega og nú. Í lokin fjallaði Magnús aðeins um jólamúsík og jólatexta.

Tónlist í þættinum í dag:

Jingle Bell / Haukur Morthens með hljómsveitum Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev, hljóðritað 1951 (James Lord Pierpont)

Jólastjarnan / Sigurður Guðmundsson (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)

Desember / SamSam, Hólmfríður og Gréta Mjöll Samúelsdætur (Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,