Mannlegi þátturinn

Styrktartónleikar fyrir Grindvík, Fyrir alla muni og Barbari Kvartett

Næsta sunnudag verður á dagskrá sjónvrapsins sérstakur jólaþáttur af þáttunum vinsælu, Fyrir alla muni, en þáttaröð hefur göngu sína í febrúar. Í jólaþættinum bregða Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir sér í ferðalag og skoða sögu íslenskra jóla. Þau velta fyrir sér jólahefðum og hvers vegna við höldum jólin eins og við gerum. Sigurður Helgi kom í þáttinn í dag.

Við fengum svo heyra af söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem fara fram í kvöld í Bústaðakirkju. Þar munu koma fram bæði Barnakór og kór Grindavíkurkirkju, gestasöngvarar úr Óháða kórnum og kór FÍH ásamt hljómsveit. Tónlistin er öll af jólaplötu Mariah Carey, Merry Christmas. Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju kom til okkar í dag ásamt Ninu Ricther, konu sinni, en hún átti hugmyndina breyta jólatónleikum, sem höfðu verið í undirbúningi síðan í sumar, í söfnunartónleika vegna ástandsins í Grindavík. Þau sögðu okkur betur frá tónleikunum og aðdragandanum í þættinum í dag.

Og við héldum áfram vera jólaleg og fengum til okkar kvartettinn Barbara en kvartett kom einmitt til okkar fyrir ári síðan og flutti nokkur jólalög í beinni. komu þeir aftur til okkar, við færðum okkur niður í studio 12 og sungu í forláta hljóðnema sem við vorum búin láta setja upp fyrir þá. Þeir halda tónleika í Dómkirkjunni á mánudaginn nk. þar sem þeir eru safna fyrir keppnisferð á norðurlandamót rakarakvarteta. Barbari samanstendur af Gunnari Thor Örnólfssyni, Karli Friðriki Hjaltasyni, Páli Sólmundi H. Eydal og Ragnari Pétri Jóhannssyni. Þeir sungu lögin Hippopotamus, White Christmas og Auld Lang Syne.

Tónlist í þættinum í dag:

Hvít jól / Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms (erl.lag, texti Stefán Jónsson)

Jólaómur / Pálmi Gunnarsson og Sigurður Helgi Pálmason (Vincy Martinet & Kristján frá Djúpalæk)

Hark! The Herald Angels Sing / Mariah Carey (Mariah Carey & Mariah Carey, Loris Holland, Traditional & Walter Afanasieff)

Nounous et pioupious/ The Metropole Orkest í stjórn Jan Stulen (Roger Roger)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

13. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,