Mannlegi þátturinn

Konukot og Glóð, jólin í Reykjavík og sykurspjall

Við fræddumst um Konukot í dag, en Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Konum hefur verið fjölga sem koma í Konukot og þær dvelja þar lengur en áður. Við fengum Halldóru R. Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Konukots til okkar til segja okkur frá starfseminni og með henni kom Erling Jóhannesson gullsmiður sem hefur hannað Glóð, kertastjaka sem seldur er til styrktar Konukoti.

Reykjavík er komin í jólabúning og á aðventunni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í miðborginni og víðar. Jólakötturinn er kominn á sinn stað og jólaljósin prýða alla borgina, um 200 þúsund perur og 20 kílómetrar af jólaseríum. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á aðventunni sem munu gleðja gesti og gangandi og við töluðum í dag við Guðmund Halldórsson viðburðastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Jóhanna Vilhjálms fjölmiðlakona og höfundur tveggja heilsubóka kom svo í heilsuspjall í dag. Jólin nálgast og þá er líklega mesta sykurneysla ársins framundan og þá er ýmsu huga. Jóhanna fræddi okkur um sykurinn í dag og hvað er hægt gera í staðinn fyrir nota svona mikinn sykur til dæmis í baksturinn.

Tónlist í þættinum í dag:

Hoppsabomm skíðum skemmti ég mér) / Hljómsveit Ingimars Eydal (Meyer, Ásta Sigurðardóttir og Birgir Marinósson)

Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson)

Jólakötturinn / Björk Guðmundsdóttir (Ingibjörg Þorbergsdóttir og Jóhannes úr Kötlum)

Þriggja fasa ljóð / Ukulellur (Helga Margrét Marzellíusardóttir og Elísabet Thoroddsen)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,