Mannlegi þátturinn

Sparnaður við úrvinnslu áfalla, Ásgarður handverkstæði og örsögur

Í viðtali í þættinum í síðustu viku var vitnað í niðurstöður greiningar hagfræðings um það grípa fyrr inn í erfiðar aðstæður barna og aðstoða börn við vinna úr áföllum og þann gríðarlega ávinning af því gera það fyrir þjóðfélagið. Því með því verði hægt spara gríðarlegan kostnað vegna fjölbreyttra afleiðinga áfallanna síðar meir fyrir heilbrigðis- og menntakerfið og í félagslegri þjónustu. Þetta vakti áhuga okkar og í dag fengum við Hjördísi Evu Þórðardóttur sérfræðing hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til koma í þáttinn, því greiningin sem um ræðir var gerð á vegum ráðherra og hún sagði okkur frá því hvernig verið er vinna í taka þess hugsun inn í verkefni á vegum ráðuneytisins.

Svo fórum við í heimsókn í Ásgarð handverkstæði í Mosfellsbænum. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa 37 fatlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Þar eru framleiddir fallegir munir, gjafavörur og skartgripir úr viði, leðri, bronsi og fleiru. Það eru 30 ár frá því Ásgarður var stofnaður í ár og Óskar Albertsson hefur verið starfsmaður þar frá upphafi og hann tók á móti okkur á handverkstæðinu í gær og leiddi okkur í gegnum þennan fallega stað þar sem haldið verður jólamarkaður á laugardaginn og á verkstæðinu náðum við einnig tali af Gunnari Jónssyni þar sem hann var pússa forláta smjörhnífa úr tréi.

Meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár verið í samstarfi við Rás 1 í desember vegna útgáfu Jólabókar Blekfjelagsins út en Blekfjelagið er nemendafélag Ritlistar. Ritlistarnemar lesa inn örsögur eða örtexta sem eru nákvæmlega 89 orð hver sem þau hafa skrifað og þemað í ár er Órói. Við heyrðum fyrsta hluta þessara örsagna í þættinum. Höfundar sagnanna í dag voru þessari röð): Ösp Eldjárn, Bergþóra Björnsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Orri Matthías Haraldsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Hera Fjord og Daníel Daníelsson.

Tónlist í þættinum í dag:

Á skotbökkum / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson)

Carey / Joni Mitchell (Joni Mitchell)

I've Got You Under My Skin / Frank Sinatra (Cole Porter & Harold Arlen)

Við viljum lifa / Ríó tríó (Helgi Pétursson og Alberto)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,