Mannlegi þátturinn

NÚ grunnskóli, Anna Rósa grasalæknir og veðurspjallið

Við heyrum stöðugt fréttir af afleiðingum snalltækja og samfélagsmiðla á okkur og kannski ekki síst yngstu kynslóðirnar, sem þekkja ekki annan veruleika en þessi tæki eru alls staðar í seilingarfjarlægð og allir eru alltaf sítengdir við netið. Þetta hefur auðvitað haft áhrif á til dæmis skólahald og því var áhugavert kynnast aðeins grunnskólanum sem er í Hafnarfirði sem leggur mikla áherslu á heilsu og núveru. grunnskólinn byrjar til dæmis seinna á morgnanna en aðrir skólar og allir dagar byrja á íhugun og núvitundaræfingum. Við fengum þá Dag Björgvin Jónsson, nemanda í 10. Bekk, og Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóra og eiganda skólans, til segja okkur meira frá skólanum og starfsemi hans í þættinum í dag.

Anna Rósa grasalæknir kom til okkar í dag en hún er nýbúin stofna góðgerðarsamtökin Lífgrös, www.lifgros.is, sem hafa þann tilgang kenna konum í flóttamannabúðum í Írak búa til vörur úr jurtum, bæði til eigin nota og til afla tekna. Hún rekur verkefni í þremur flóttamannabúðum í Írak og er nýkomin heim frá Írak eftir mánaðardvöl við kennslu. Anna Rósa sagði okkur frá þessu í dag.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í veðurspjall og í þetta sinn talaði hann um loftslagsmálin í kjölfar samantektar vísindanefndar um loftslagsmál frá í október og umfjöllum um hitabreytingar á Íslandi síðustu áratugi. Hann talaði til dæmis um hvernig árið 2023 er koma út hér á landi í sambandi við meðalhita, hversu erfiðlega gengur standa við markmið Parísarsamkomulagsins frá 2015 og sitthvað fleira.

Tónlist í þættinum í dag:

Söknuður / Roof Tops (erl.lag - Stefán G Stefánsson)

Nha Fidjo matcho / Ildo Lobo

Oil gusher / Raymond Scott Quintet (Raymond Scott)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,