Mannlegi þátturinn

Barnaþing, Hulda Jóhannsdóttir og herferð Amnesty

Þriðja barnaþing umboðsmanns barna verður haldið á morgun í Hörpu. Um 150 börn víðs vegar af landinu, á aldrinum 11-15 ára, eru skráð til þingsins. Börnin sem þingið sækja verða með umræður um umfjöllunarefni sem börnin velja sjálf og niðurstöðurnar verða kynntar ríkisstjórn sem framlag til stefnumótunar í málefnum barna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kom í þáttinn til segja okkur betur frá þinginu, með henni komu Sigtryggur Máni Guðmundsson og Þórey María Kolbeins, þau eru bæði í grunnskóla, hún á Álftanesi og hann er frá Grindavík.

Við heyrðum í Huldu Jóhannsdóttur í dag. Hún er leikskólastjóri í Grindavík og er í sömu stöðu og aðrir frá Grindavík, þurfti yfirgefa heimilið sitt með hraði og veit ekki hvenær hún getur snúið aftur. Hún skrifaði stöðufærslu á Facebook þar sem hún talaði um samverustund þar sem skólafólk í Grindavík hittist og mikið hafi verið rætt um hugmyndir Almannavarna um það þurfi koma á skólahaldi sem fyrst. Hún segir starfsfólk skólanna skilji það vel, það mikilvægt fyrir börnin. En þau benda líka á þau eru sjálf starfsfólkið á hrakhólum og í óvissu. Þau hafi líka upplifað áfall, eru búin missa heimilin sín og eru jafnvel dreifð um landið, eins og aðrir Grindvíkingar. Því þurfi huga öllum þegar þessi mál eru rædd, auðvitað börnunum, en líka starfsfólki skóla og leikskóla í Grindavík. Hulda kom til okkar í dag.

Alþjóðlega herferðin Þitt nafn bjargar lífi stendur yfir á vegum Amnesty og Árni Kristjánsson og Bryndís Bjarnadóttir frá Íslandsdeild Amnesty komu í viðtal til okkar í dag og sögðu okkur frá málunum sem tekin eru fyrir í herferðinni í ár.

Tónlist í þættinum í dag:

Uppboð / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum)

Litli Fuglinn / Ólafur Þórarinsson (Ólafur Þórarinsson og Jón Thoroddsen)

Hagi / Þorgrímur Jónsson (Þorgrímur Jónsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,