• 00:05:25Arnmundur Ernst - föstudagsgestur
  • 00:24:09Arnmundur Ernst - seinni hluti
  • 00:38:47Matarspjallið - eftirréttir og nostalgía

Mannlegi þátturinn

Arnmundur Ernst föstudagsgestur og eftirrétta nostalgía

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman Björnsson. Leiklistin er honum í blóð borin, hann hóf ungur leika og það talsvert mikið, bæði á sviði og fyrir framan myndavélar. Og eftir leiklistarnám og hefur hann haldið áfram leika í fjölda verkefna á sviðsfjölum og skjánum. í vor söðlaði Arnmundur um og hóf sólóferil í tónlist og gaf út sitt fyrsta lag. Við fórum með Arnmundi aftur í tímann á æskuslóðirnar á Bráðræðisholtinu og norður til Dalvíkur og svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um eftirrétti. Og þá helst eftirrétti tengda gömlum og góðum minningum og nostalgíu. Niðursuðudósir komu talsvert við sögu.

Tónlist í þættinum í dag:

Litla lagið / Sigrún Harðardóttir (erl. Lag, texti Ómar Ragnarson)

Gangi þér allt sólu / Arnmundur (Arnmundur Ernst Backman Björnsson)

Won?t get fooled again / The Who (Pete Townshend)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

10. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,