• 00:06:47Óttar Sveinsson - útkallsbækurnar í 30 ár
  • 00:30:05Illugi Jökulsson - Napóleon Bónaparte

Mannlegi þátturinn

Útkallsbækurnar í 30 ár og Napóleon

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa verið gríðarlega vinsælar í næstum þrjá áratugi. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og þrítugasta bókin, Útkall - Mayday - erum sökkva! var koma út. Bækurnar segja sannar sögur úr íslenskum raunveruleika og miðað við móttökurnar þá hafa þær hitt beint í mark hjá íslenskum lesendum, auk þess hafa verið einnig gefnar út í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Óttar kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um útkallsævintýrið í þrjátíu ár.

Á næstunni verður frumsýnd stórmynd um Napóleon eftir breska leikstjórann Ridley Scott, þar sem Joaquin Phoenix fer með hlutverk Napóleons. Napóleon er auðvitað ein frægasta persóna mannkynssögunnar en það er ekki víst allir viti mikið um hann. Illugi Jökulsson kom til okkar í dag og fræddi okkur um Napóleon en hann stjórnar námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um einmitt þetta efni, Napóleon.

Tónlist í þættinum í dag:

Án þín / Bubbi og Katrín Halldóra (Bubbi Morthens)

Moon River / Melody Gardot (Henry Mancini & Johnny Mercer)

Napoleon / Blossom Dearie & Russell Garcia (Harold Arlen & Yip Harburg)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,