• 00:07:10Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir - föstudagsgestur
  • 00:24:45Eva Laufey - seinni hluti
  • 00:40:06Eva Laufey í matarspjallinu

Mannlegi þátturinn

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir föstudagsgestur

Föstudagsgesturinn í Mannlega þættinu þessu sinni var Akurnesingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Eva Laufey varð landsmönnum fyrst kunn sem matarbloggari, en svo hefur hún auðvitað skrifað matreiðslu- og bakstursbækur, hún hefur verið umsjónarmaður vinsælla sjónvarpsþátta, útvarpsþátta og síðast tók hún sér starf markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og situr jafnframt í framkvæmdastjórn. Við fórum með Evu Laufey aftur í æskuna og uppvöxtinn og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Listin baka hefur aldrei verið vandamál hjá Evu Laufeyju og hún sat áfram með okkur í matarspjalli dagsins. Hún sem sagt lét undan kröfum Sigurlaugar Margrétar. Þar rifjuðum við upp misgóðar reynslusögur úr eldhúsinu og Eva Laufey kom færandi hendi, en eitt af hennar verkefnum þessa dagana er koma á markað smákökum og smákökudeigi í samvinnu við Mylluna.

Tónlist í þættinum í dag:

Allentown / Billy Joel (Billy Joel)

Fjólublátt ljós við barinn / Klíkan og Þorgeir Ástvaldsson (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson)

I love to love / Tina Charles

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,